Góðgerðarpizza
Öll sala rennur óskipt til Heilaheill
Góðgerðarpizzan í gegnum árin
Góðgerðarpizzan er komin í sölu í 11. skipti. Síðan 2013 hafa safnast 60 milljónir til góðra málefna og að þessu sinni rennur öll salan óskipt til Heilaheilla.
Regnbogabörn
Minnigarsjóður Lofts Gunnarssonar
Hrói Höttur barnavinafélag
Konukot
Reykjadalur
Bataskólinn
Minnigarsjóður Lofts Gunnarssonar
Pieta
Einstök börn
Neistinn
Heilaheill vinnur að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall), ásamt því að stuðla að aukinni þekkingu sjúklinga, aðstandenda þeirra og almennings á slagi og afleiðinga þess.
Rannsóknir á Íslandi hafa leitt í ljós, að um 600 einstaklingar fá heilablóðfall árlega. Meðalaldur þeirra er tæplega 70 ár og er þorri sjúklinga eldri en 65 ára. Heldur fleiri karlar en konur fá heilablóðfall hérlendis. Tíðni heilablóðfalla er mjög háð aldri. Rannsóknir Hjartaverndar benda til að árleg tíðni um 50 ára aldur sé um 3 af hverju þúsundi en um áttrætt er tíðnin komin upp í 12 af þúsundi.
Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á Íslandi. Það veldur dauða hjá um 8% karla og kvenna. Félagið vinnur nú að tveimur átaksverkefnum sem fjármunir frá Góðgerðarpizzu Domino’s verða nýttir í: 1. Málstol eftir slag (talþjálfun undir leiðsögn talmeinafræðinga) 2. FAST-hetjurnar (fræðsla fyrir leikskólabörn um allt land)