Um Domino’s

Saga Domino's

Fyrsta verslun Domino’s Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík.

Fyrsta verslun Domino’s Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík.

Fyrsta verslun Domino’s Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík. Reksturinn hefur gengið mjög vel frá þeim degi og fyrirtækið hefur vaxið ört síðan þá. Í dag rekur Domino’s Pizza 22 verslanir hér á landi. Tíu þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi og á Selfossi.

Auk þessara 23 verslana rekur Domino's hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver, þar sem tekið er við pöntunum viðskiptavina í gegnum síma. Hráefnavinnslan, þjónustuverið og skrifstofa fyrirtækisins eru til húsa að Lóuhólum 2-6 í Reykjavík.

Domino’s Pizza á Íslandi hefur að markmiði að vera leiðandi fyrirtæki á skyndibitamarkaðnum. Helstu markmið okkar eru ímynd, þjónusta og gæði sem stuðla að því að viðskiptavinir okkar séu ánægðir.

Mikil áhersla er lögð á að vinna alltaf með fyrsta flokks hráefni og hágæða vöru. Stöðugleiki er mikilvægur í því tilliti og getur viðskiptavinurinn ætlast til þess að fá sömu eða svipuð gæði á vörunni þó hún sé keypt á ólíkum tímum og í mismunandi verslunum fyrirtækisins.

Mannauðsstefna Domino's

Við viljum ráða gott starfsfólk og veita því þjálfun og kjör sem fleyta því áfram í lífinu, hvort sem er tímabundið eða til lengri tíma.

Við viljum hafa ánægt starfsfólk og gera því kleift að aðlaga sig að vinnunni með samstarf og samvinnu í huga.

Til þess að svo megi verða leggjum við áherslu á:

  • Upplýsingagjöf og þjálfun
  • Samskipti og sanngirni
  • Vinnusemi og tryggð

Upplýsingagjöf & þjálfun

Við viljum að allt nýtt starfsfólk fái allar nauðsynlegar upplýsingar á réttum tíma og formi þegar við á.

Við viljum að breytingar og aðrar upplýsingar berist öllu starfsfólki með skýrum og öruggum hætti.

Við viljum að allt starfsfólk fái rétta og tímanlega þjálfun í starfi.

Við viljum að allt starfsfólk þekki þjálfunarstigann okkar og hafi fullan aðgang að upplýsingum um námskeið og starfsþróun.

Samskipti & sanngirni

Við viljum að öll samskipti á vinnustað séu ábyrg og fagleg. Gleði er ekki bönnuð en baktal er það.

Við viljum að allt starfsfólk hjá Domino´s sé fyrirmyndir nýs starfsfólks.

Við viljum að viðskiptavinir Domino´s upplifi samskipti við starfsfólk Domino´s sem fagleg, glaðleg og lausnamiðuð.

Við tryggjum að allir fái jafnan rétt til starfsþróunar og til launa, við mismunum aldrei eftir kyni, kynferði, trúarbrögðum eða þjóðerni.

Við viljum að dyrnar að sveigjanleika opnist í báðar áttir. Við getum ekki krafist sveigjanleika ef við getum ekki veitt hann á móti.

Vinnusemi & tryggð

Við viljum að starfsfólk leggi hart að sér þegar það er í vinnu en hvíli sig og skemmti sér þess utan.

Við höldum upp á það þegar við náum áfangasigrum og gleðjumst saman.

Við viljum að allt starfsfólk sýni ábyrgð og fái ábyrgð ef það sækjast eftir henni eða ef eftir því er kallað af stjórnendum.

Við viljum langtímasamband. Hvort sem þú vinnur hjá okkur eða borðar hjá okkur.

Traust og tryggð fæst aðeins með því að sýna traust og halda tryggð. Það leggjum við okkur fram um og óskum eftir því sama hjá starfsfólki okkar.

Störf í boði

Jafnlaunastefna Domino's

Markmið

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og er hluti af launastefnu Domino´s. Jafnlaunastefnan byggist á Jafnlaunastaðli ÍST 85.2012 og er órjúfanlegur hluti af launastefnu Domino´s. Forstjóri samþykkir stefnuna en framkvæmdastjórn ber ábyrgð á að framfylgja henni.

1.gr.

Megininntak jafnlaunastefnu Domino´s er að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru launaákvörðunum til grundvallar skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Laun eru í jafnréttislögum skilgreind sem almennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, bein og óbein, hvort heldur er með hlunnindagreiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnurekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Kjör eru í jafnréttislögum skilgreind sem laun ásamt lífeyris-, orlofs- og veikindaréttindum og hvers konar öðrum starfskjörum eða réttindum sem metin verða til fjár.

2.gr.

Domino´s hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Samkvæmt jafnréttislögum er starfsfólki Domino´s ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs svo og er stjórnendum óheimilt að óska trúnaðar starfsmanns um launakjör sín.

3.gr.

Forstjóri og framkvæmdastjórn skulu vera meðvituð um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað og að setja þurfi fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Domino´s. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt, s.s. fylgni við viðeigandi lög, reglur og kjarasamninga sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi fylgni við lög. Mannauðsstjóri er ábyrgur fyrir rekstri og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85.

4.gr.

Í kjölfar árlegrar launagreiningar, þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og athugað hvort mælist munur á launum eftir kyni, þá eru helstu niðurstöður kynntar fyrir starfsfólki og gert grein fyrir hvort til staðar sé kynbundinn launamunur og ef svo er, hvernig hann verði jafnaður. Þau markmið og áætlanir er jafnframt gert skil í jafnréttisáætlun Domino´s. Þá er jafnlaunastefnan einnig aðgengileg almenningi á ytri vef Domino´s. 

5.gr.

Frávik frá mælanlegum jafnlaunamarkmiðum skulu ekki vera umfram 5%.